Helga Hlín Hákonardóttir, hdl., hefur tekið sæti í stjórn Wow air í stað Björn Inga Knútssonar, sem nú starfar sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins.

Helga Hlín hefur starfað fyrir íslensk og erlend fyrirtæki í fjármálaþjónustu í yfir 17 ár. Hún stofnaði lögmannsstofuna Lixia árið 2011 sem hefur þjónustað fyrirtæki í alþjóðlegri fjármálaþjónustu og ferðamannaiðnaði sem og innlenda og erlenda fjárfesta við fjármögnun og fjárfestingarverkefni.

Helga Hlín er meðeigandi að CrossFit XY í Garðabæ og hefur setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana, s.s. Kauphallar Íslands, Háskólaráði Háskólans á Akureyri og Skeljungi.

Helga Hlín er héraðsdómslögmaður, útskrifuð úr lagadeild Háskóla Íslands og með próf í verðbréfaviðskiptum.

Björn Ingi heftur setið í stjórn Wow air frá stofnun félagsins árið 2011 en hann starfar nú sem fyrr segir sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. Þar hefur hann m.a. yfirumsjón með því að sækja um flugrekstrarleyfi félsgsins.

Björn Ingi Knútsson.
Björn Ingi Knútsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Björn Ingi Knútsson.