*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Fólk 6. janúar 2020 13:42

Helga Jóhanna ráðin til HS Veitna

Stofnandi stjórnendaþjálfunar- og ráðgjafafyrirtækis, Helga Jóhanna Oddsdóttir, er nýr sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna.

Ritstjórn
Helga Jóhanna Odsdóttir er nýr sviðstjóri hjá HS Veitum.
Aðsend mynd

Helga Jóhanna Oddsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra rekstrarsviðs HS Veitna. Undir rekstrarsvið heyra málaflokkarnir mannauðsmál, gæða- og skjalastjórnun, öryggismál, upplýsingatækni, þjónustuver og markaðs- og kynningarmál.  Eins er sviðsstjóri rekstrarsviðs staðgengill forstjóra fyrirtækisins.

Helga hefur m.a. starfað sem forstöðumaður starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar á árunum 2003 – 2008, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Opinna kerfa 2008 – 2011.

Haustið 2011 stofnaði Helga stjórnendaþjálfunar- og ráðgjafarfyrirtækið Carpe Diem ehf. sem síðar sameinaði krafta sína Strategic Leadership ehf. sem Helga hefur stýrt undanfarin ár.

Helga Jóhanna er B.Sc í viðskiptafræði og lauk M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun.