Helga Harðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður innri endurskoðunar Glitnis. Helga er stúdent frá Verslunarskóla Íslands, lauk Cand oecon. námi frá Háskóla Íslands 1984 og varð löggiltur endurskoðandi 1989.

Hún hóf störf hjá Ernst & Young að loknu námi. Eftir sameiningu Ernst og Young og KPMG Endurskoðun í ársbyrjun 2000 starfaði hún áfram hjá sameinuðu fyrirtæki. Helga hefur frá ársbyrjun 2004 starfað sem innri endurskoðandi Símans. Hún er gift og á þrjú börn á aldrinum 10-19 ára. Helga mun hefja störf á næstu vikum.

Á sama tíma mun Ólafur Jón Ingólfsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns innri endurskoðunar félagsins frá 2004, láta af störfum að eigin ósk.