Athafnakonan Helga Ólafsson ætlar að opna dyrnar að netversluninni Lastashop.com á næstu dögum. Forsíða er komin upp en dyrnar opnast fljótlega. Í boði verða Í boði verða engar lopapeysur heldur tískufatnaður frá hönnuðum á borð við Munda, Birnu og Rey. Þá verður þar til sölu fatalín­ an Ziska frá Hörpu Einarsdóttur auk þess sem Svala Björgvins (Hall­ dórsdóttir), vinnur að eigin fatalínu fyrir verslun Helgu. Fleiri eru á leiðinni auk vara tveggja skartgripahönn­uða á borð við Hendrikku Waage, þörungakrem frá Unu og ilmvatn frá Gyðju. Sjálf vinnur Helga með hönnuðum að þremur fatalínum.

„Ég er að kaupa af hönnuðum hér sem hafa framleiðslubolmagn. En þeir eru ekki margir. Þeir þjást marg­ ir hér af því að framleiðsluferlið er svo dýrt að þeir geta ekki framleitt vörurnar. En þeir eru nokkrir sem geta það. Ég er mjög stolt af því að vera í viðskiptum við þessa hönnuði.

Þurfa ekki að ferðast til að versla

Helga seg­ir undirbúningsferlið langt, jafnast á við alvöru meðgöngu enda tekið níu mánuði. „Netverslunin tekur allan minn tíma. Mér finnst það ofboðslega gaman. Upphaflega hugmyndin var sú að ég vissi af fullt af fólki sem var að koma til Íslands. Það var kannski að kaupa sér tvenna, þrenna, kannski fjóra kjóla og fleiri pör af skóm. Ég hugsaði sem svo: Það er augljóst að þessi hönnun er flott. Ég hef ekkert á móti því að fólk komi til Íslands, en af hverju ekki að gera fólkinu kleift að kaupa frá viðkomandi hönnuði án þess að fara til Íslands. Það eru engir ís­lenskir hönnuðir með almennilega netverslun. Þótt hópurinn virðist dreifður þá fylgjum við ákveðinni hugmynd,“ segir hún. Helga bendir á að heiti verslunarinnar sé í sam­ ræmi við nýjustu tísku og vísi ekki í neitt.

Ítarlegt viðtal er við Helgu Ólafsson í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Þar ræðir hún m.a. um fortíðina og þau mörgu verkefni sem hún er með í bígerð. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .

Skjáskot af útliti netverslunarinnar Lastashop
Skjáskot af útliti netverslunarinnar Lastashop