Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslenska gámafélagsins, Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar, hlutu stjórnunarverðlauna Stjórnvísi.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við virðulega athöfn í Turninum. Dr. Ásta Bjarnadóttir, fulltrúi dómnefndar, flutti ræðu fyrir hönd dómnefndar.

Fram kemur í tilkynningu að þetta sé þriðja árið í röð sem verðlaunin eru veitt og er horft meira til millistjórnenda við útnefningu þessara verðlauna - en flestra annarra verðlauna hér á landi.

Þá segir að að markmið stjórnunarverðlauna sé að vekja athygli á faglegu og framúrskarandi starfi hins almenna stjórnenda.

Á myndinni við hlið forseta Íslands standa: Þórsteinn Ágústsson, Sigríður Lillý og Helga Fjóla.