Fjártæknifyrirtækið Alva, sem meðal annars rekur Netgíró og Aktiva, hefur ráðið Helga Björn Kristinsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þar að auki hafa fjórir aðrir verið ráðnir til starfa hjá fyrirtækinu.

Helgi Björn hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Netgíró frá því í ágúst á síðasta ári. Þar áður starfaði Helgi Björn í áratug hjá Íslandsbanka sem forstöðumaður og verkefnastjóri og sem framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla. Hann hef­ur gegnt ýmsum trúnaðar­störf­um fyr­ir fé­laga­sam­tök og haldið námskeið í sölustjórnun fyr­ir fyr­ir­tæki og fé­lagasam­tök.

Helgi Björn er með MBA frá HR og BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ.