*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 2. mars 2017 14:01

Helgi endurkjörinn formaður Samorku

Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, hefur verið endurkjörinn formaður Samorku til tveggja ára.

Ritstjórn
Helgi Jóhannesson, formaður Samorku.
Haraldur Guðjónsson

Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, var í dag endurkjörinn formaður Samorku til tveggja ára á aðalfundi samtakanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samorku.

Þá voru eftirfarandi aðilar einnig endurkjörin í stjórn; Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Guðmundur Ingi Ásmundsson og Jóhanna B. Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar. Þá verður Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, áfram fulltrúi fyrirtækisins í stjórn Samorku og fulltrúi Veitna verður Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri.

Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun, Jón Tryggvi Guðmundsson, Selfossveitum og Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða, voru kjörnir nýir varamenn í stjórn Samroku til tveggja ára.

Í stjórn Samorku er nú jafnt hlutfall kynja, sex karlar og sex konur. Stjórn Samorku 2017 skipa:

Aðalmenn

  • Ásgeir Margeirsson, HS Orku hf.
  • Guðmundur Ingi Ásmundsson, Landsneti hf.
  • Guðrún Erla Jónsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur.
  • Helgi Jóhannesson, Norðurorku hf., formaður stjórnar.
  • Hörður Arnarson, Landsvirkjun.
  • Inga Dóra Hrólfsdóttir, Veitum ohf.
  • Jóhanna B. Hansen, Mosfellsbæ.
Stikkorð: Samorka Stjórn endurkjörinn kjörinn