Reginn, fasteignafélag, birti í morgun ársuppgjör sitt fyrir árið 2013 í gamla Reykjavíkurapótekinu við Austurstræti. Helgi Gunnarsson, forstjóri Regins, segir að afkoman hafi verið góð og í samræmi við áætlanir félagsins en hagnaður félagsins nam rúmum 2,4 milljörðum króna á síðasta ári. Reginn gerir ráð fyrir að leigutekjur muni aukast um 30% á þessu ári vegna samruna félagsins við Klasa fasteignir.

VB Sjónvarp ræddi við Helga Gunnarsson, forstjóra Regins.