Bankarnir hafa svigrúm til að endurgreiða vexti í samræmi við gengislánadóm Hæstaréttar í gær án þess að það komi harkalega niður á fjármálastöðugleikanum, að sögn Helga Hjörvar, formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Helgi benti á það á þingfundi á Alþingi í dag þar sem dómurinn um gjaldeyrislán er rædd.

Helgi benti á að bankarnir sitji á uppsöfnuðum arði sem eigendum þeirra hafi verið bannað að fá auk þess sem þeir sitji á miklu eigin fé.