Skil og birting ársreikninga fyrirtækja skipta miklu máli til að tryggja eðlilegt og heilbrigt viðskiptalíf. Aðeins fimmtungur skilaskyldra fyrirtækja hafði skilað ársreikningi þegar lögbundinn frestur til þess rann út þann 1. september síðastliðinn.

Helgi Hjörvar, formaður viðskipta- og efnahagsnefndar, segir skilin óásættanleg og bætir við að lög um ársreikninga séu í sífelldri endurskoðun. Ekki sé útilokað að grípa til svipaðra aðgerða og nágrannalöndin þar sem fjársektir eru lagðar á stjórnarmenn og fyrirtæki sem draga skilin um of einfaldlega sett í þrot.