Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata tilkynnti í myndbandi að hann hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi þingkosningum.

Þó segist hann muni bjóða sig fram í næstu þingkosningum þar á eftir, hvort sem það er árið 2020 eða fyrr ef stjórnarskrármálið krefst kosninga fyrr.

Ætlar hann að nota kjörtímabilið í millitíðinni til að leggja krafta sína í uppbyggingu grasrótarstarfs flokksins. Í myndbandi sem hann birtir á síðu pírata útskýrir hann ástæður sínar frekar.