*

laugardagur, 4. júlí 2020
Innlent 15. júní 2016 14:46

Helgi Hrafn nýtur meiri hylli en Birgitta

Mun fleiri hugnast að sjá Helga Hrafn Gunnarsson sem forsætisráðherra en Birgittu Jónsdóttur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Mun meiri stuðningur er við það að Helgi Hrafn Gunnarsson verði forsætisráðherra að loknum næstu þingkosningum en að Birgitta Jónsdóttir leiði ríkisstjórnina. Kemur þetta fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið.

Viðskiptablaðið lét kanna afstöðu fólks til þeirra tveggja einstaklinga sem líklegastir verður að telja að verði forsætisráðherraefni Pírata í næstu kosningum. Ef marka má kannanir verður vart hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata, en ítrekað hafa komið upp á yfirborðið deilur innan flokksins, sem af mörgum hafa verið túlkaðar sem átök milli Helga Hrafns og Birgittu.

Fjallað er um könnunina í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun, en þar kemur m.a. fram að 18,2% svarenda eru jákvæðir gagnvart Birgittu sem forsætisráðherra, en 64,7% neikvæðir. Aftur á móti eru 28,9% jákvæðir gagnvart Helga Hrafni sem forsætisráðherra en 51,8% neikvæðir.