*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 30. september 2017 17:58

Helgi Hrafn oddviti Pírata í Reykjavík

Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiða lista Pírata í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar.

Ritstjórn
Helgi Hrafn Gunnarsson.
Haraldur Guðjónsson

Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiða lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi Alþingiskosningar þann 28. október næstkomandi. Í öðru sæti eru þau Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen.

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður flokksins og fyrrverandi þingflokksformaður, bauð sig fram í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa leitt flokkinn í Reykjavíkur suður í síðustu kosningum.

Smári McCarthy leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi en í öðru sæti varð Álfheiður Eymarsdóttir. Eva Pandora Baldursdóttir leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi en í öðru sæti varð Gunnar Ingiberg Guðmundsson.

Jón Þór Ólafsson verður oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Oktavía Hrund Jónsdóttir verður í öðru sæti.

Einar Brynjólfsson verður áfram oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir er í öðru sæti, likt og í fyrra.

Hægt er að kynna sér úrslit úr prófkjöri Pírata á heimasíðu þeirra.