*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 15. janúar 2022 10:22

Helgi Hrafn stofnar fjárfestingarfélag

Helgi Hrafn Gunnarsson stofnaði nýlega félagið Green Submarine Invest.

Sigurður Gunnarsson
Helgi Hrafn Gunnarsson sat á Alþingi kjörtímabilin 2013-2016 og 2017-2021 en ákvað að gefa ekki kost á sér í kosningunum í haust.
Haraldur Guðjónsson

Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, stofnaði í desember félagið Green Submarine Invest ehf. Hlutafé félagsins nemur 2 milljónum króna. Í skráningargögnum segir að tilgangur félagsins sé að fjárfesta í myntum, rafmyntum, hlutabréfum, sjóðum og fleira til hagsbóta fyrir eigendur. 

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Helgi að hann sé enn að meta fjárfestingarkosti sína og að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Skráningarlýsingin hafi einfaldlega verið skrifuð með það í huga að halda möguleikum opnum.