Helgi Júlíusson hefur tekið við sem forstjóri Pennans en Kristinn Vilbergsson hætti í síðustu viku í kjölfar þess að Nýi Kaupþing banki tók yfir reksturinn.

Helgi hefur starfað sem fjármálastjóri samstæðunnar frá því á miðju ári í fyrra. Fyrst um sinn mun hann stýra öllu félaginu en gert er ráð fyrir að aðskilja erlenda starfsemi frá innlendri fljótlega og selja hana í burtu.

Að sögn Helga er unnið að endurskipulagningu rekstrarins og er gert ráð fyrir að það taki næstu vikur og mánuði. Hjá félaginu starfa 300 manns hér innanlands.