*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 29. ágúst 2014 12:51

Helgi keypti fyrir 70 milljónir í N1

Félagið Hofgarðar á hlutabréf í N1 upp á næstum 130 milljónir króna.

Ritstjórn
Helgi Magnússon.

Félagið Hofgarðar hefur keypt fjórar milljónir hluta í N1. Helgi Magnússon, stjórnarmaður í N1 og fyrrverandi formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins, er eini eigandi félagsins. Fram kemur í flöggun að kaupin voru gerð á genginu 17,8 krónur á hlut. Samkvæmt því var kaupverðið 71,2 milljónir króna. 

Fram kemur í flögguninni að eftir viðskiptin eigi fjárhagslega tengdir aðilar 7.025.000 hluti í N1.

Gengi hlutabréfa N1 hefur hækkað um 5,57% í Kauphöllinni í dag. Það stendur nú í 18 krónum á hlut. Miðað við það er markaðsverðmæti bréfa Hofgarða í N1 126,4 milljónir króna.