*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 28. maí 2015 11:29

Helgi kaupir í N1 fyrir 109 milljónir

Fjárfestingafélag Helga Magnússonar keypti í morgun 3.000.000 hluti í N1.

Ritstjórn

Hofgarðar, fjárfestingafélag Helga Magnússonar, hefur keypt hlutabréf í N1 fyrir 108,9 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Þar segir að Hofgarðar kaupi 3.000.000 hluta á genginu 36,3 kr. Eftir viðskiptin á félagið 9.726.036, en á sama gengi nemur virði hlutarins rúmu 353 milljónum króna.

Gengi hlutabréfa N1 hefur hækkað um 4,43% í 251 milljóna króna veltu það sem af er degi. Fyrirtækið kynnti árshlutauppgjör sitt eftir lokun markaða í gær þar sem fram kom að það hefði hagnast um 110 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi.

Helgi situr í stjórn N1.

Stikkorð: Helgi Magnússon N1 Hofgarðar