Helgi Magnússon, sem nýverið stóð upp úr stóli formanns stjórnar Samtaka iðnaðarins eftir sex ára setu, hefur tekið við sem stjórnarformaður Húsasmiðjunnar.

Helgi, sem jafnframt er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem á fimmtungshlut í Framtakssjóðnum, vill árétta að lífeyrissjóðirnir hafi hvergi hlutast til um ráðningu hans. Þvert á móti hafi Danirnir átt frumkvæðið.

„Peter H. Christiansen, forstjóri Bygma Gruppen, hafði samband við mig. Eigendurnir höfðu ákveðið að þeir vildu hafa íslenskan stjórnarformann og höfðu fengið meðmæli með mér frá aðilum í dönsku viðskiptalífi sem ég hef átt samskipti við,“ segir Helgi í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um Helga og Húsasmiðjuna í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.