Heildareignir þriggja félaga sem Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er framkvæmdastjóri hjá og stýrir námu í lok árs 2010 rétt rúmum einum milljarði króna. Það var rúmlega 200 milljóna króna hækkun á milli ára. Heildarskuldir á móti námu rúmum 660 milljónum króna. Eigið fé félaganna þriggja nam þessu samkvæmt 371,5 millj- ónum króna.

Umsvifamesta félagið er Eignarhaldsfélag Hörpu sem átti hlutabréf í Marel fyrir 542,5 millljónir króna á þessum tíma. Ætla má að verðmæti eignarhlutar félagsins í Marel standi nú í kringum tæpum 800 milljónum króna. Fjármunirnir inni í Eignarhaldsfélagi Hörpu urðu til þegar Helgi og aðrir afkomendur eigenda Hörpu Sjafnar seldu fyrirtækið til danska málningavörufyrirtækisins Flugger undir lok árs 2004.

„Þetta er alveg ágætlega stætt félag. Við seldum á réttum tíma,“ segir Helgi í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan