Þrjú félög sem Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, á að stórum hluta og er framkvæmdastjóri hjá högnuðust um samtals 184 milljónir króna árið 2010. Þetta eru félögin Eignarhaldsfélag Hörpu, Eignarhaldsfélagið Hofgarðar og Varðberg. Eignir félaganna námu rúmum einum milljarði króna í lok árs 2010.

„Þetta er vel stætt félag,“ segir Helgi um Eignarhaldsfélagið Hörpu, það umsvifamesta sem hann stýrir. Félagið sýslar með söluandvirði málninga- og efnavöruframleiðandans Hörpu Sjafnar sem danska fyrirtækið Flugger keypti rétt fyrir áramótin 2004. Félagið á m.a. stóran eignarhlut í Marel og má ætla að verðmæti hans nemi í dag tæpum 800 milljónum króna. Helgi á rúman helming í félaginu á móti bróður sínum, sagnfræðingnum Sigurði Gylfa Magnússyni og afkomendum fyrrverandi eigenda málningaframleiðandans Hörpu Sjafnar.

Auk þessa á Helgi í gegnum annað félag hlut í Blá lóninu sem metinn er á 190 milljónir króna.

Nánar er fjallað um viðskipti Helga í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Óvissa um skilaskyldu Jóhannesar í Bónus
  • Zig Zak-liðar kynna handrit um risamarglyttur í Asíu
  • Gallar í útreikningi á veiðigjaldi á sjávarútvegsfyrirtæki
  • Lífeyrissjóðir vildu fleiri krónur fyrir evrurnar í útboði Seðlabankans
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir hjá Icelandair Hotels ræðir um ferðamennskuna og rekstur spilavítis hér á landi
  • Ársreikningar dótturfélaga Icelandair dregnir fram í dagsljósið
  • Laxinn í Þjórsá stíflar virkjanaáform
  • Steingrímur J. Sigfússon skrifar um íslenska vorið og Þjóðhagspá Hagstofunnar
  • Allt um framtíðarskipan fjármálakerfisins
  • Óðinn skrifar um ársfund Seðlabankans
  • Allt um Láru V. Júlíusdóttur, formann bankaráðs Seðlabankans
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Týr fjallar um hagsmuni iðnaðarins
  • Dægurmál, markaðsmál, þjóðmál og fólk á sínum stað
  • Myndasíður, umræður, pistlar og margt, margt fleira...