„Ég er bara í rólegheitunum í fríi,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Helgi Pétursson, þekktur um árabil sem Helgi P. í Ríó Tríóinu. Hann hefur í um tvö ár rekið fyrirtækið Orkusýn sem sér um jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun en hætti þar í enda ágúst síðastliðnum. Ekkert er fast í hendi, að sögn Helga í samtali við VB.is.

Orkusýn rak Helgi með Auði Björg Sigurjónsdóttur. Þau tóku bæði við rekstrinum eftir að þeim var sagt upp störfum hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) árið 2011. Helgi hafði séð um jarðhitasýningar fyrir OR en Auður var móttökustjóri OR. Í kjölfar uppsagnarinnar buðu þau Helgi og Auður í reksturinn og tóku við sýningarhaldinu.