*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Fólk 7. mars 2017 11:59

Helgi Pétur til H:N Markaðssamskipta

Grafíski hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Helgi Pétur Lárusson, hefur fært sig yfir til H:N Markaðssamskipta frá Pipar/TBWA.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Helgi Pétur Lárusson hefur verið ráðinn sem grafískur hönnuður hjá H:N Markaðssamskiptum. Helgi Pétur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2015 en hann vann áður hjá Pipar/TBWA, bæði meðfram námi og eftir, sem og hjá tímaritinu Ske.

Helgi er enn einn tónlistarmaðurinn sem ræður sig til starfa hjá H:N að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, en hann kemur fram undir nafninu Fonetik Simbol og er í hljómsveitunum Original Melody, Two Toucans og Cheddy Carter. Þess á milli þeytir hann skífum.

Helgi Pétur er 31 árs, alinn upp í Laugardalnum en býr nú í Kópavogi, ásamt unnustu sinni Sigurrós Hymer, blómahönnuði. Þau eiga tvö börn.