Helgi Júlíusson hefur verið ráðinn sjóðstjóri hjá Landsbréfum hf. og mun hefja störf þann 1.febrúar. Helgi verður sjóðstjóri á sviði sérhæfðra fjárfestinga.

Í tilkynningu frá bankanum segir að Helgi hafi víðtæka stjórnunarreynslu og umtalsverða reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Á árunum 2008-2011 starfaði hann sem fjármálastjóri og síðar sem forstjóri Pennans, en árin 2007-2008 sem fjármálastjóri Eimskips á Íslandi. Á árunum 2003-2007 gegndi Helgi starfi verkefnastjóra í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hf. og þar áður sinnti hann ýmsum stjórnunarstöðum hjá Samskipum í fimm ár.

Helgi er með MBA gráðu frá Cranfield School of Management og með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn