Helgi Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Festi fasteigna. Helgi var ráðinn til Festi í nóvember 2020 sem aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar og mun áfram sinna ýmsum verkefnum tengdum greiningum á frekari tækifærum Festi til frekari vaxtar, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Helgi starfaði þar áður hjá Kex hostel í fjögur ár, fyrst sem fjármálastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri. Þar áður var hann fjármálastjóri Fjarðarlax. Helgi starfaði hjá Landsbréfum árin 1998-2001 og hjá Íslandsbanka árin 2001–2007 við fjárfestingar.

Helgi er viðskiptafræðingur, cand.oecon, frá Háskóla Íslands 1998 og MBA frá McDonough School of Business Georgetown University 2009.