Helgi Þór Arason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsbréfa. Hann tekur við starfinu af Sigþóri Jónssyni , sem hætti fyrr í mánuðinum.

Helgi Þór Arason.
Helgi Þór Arason.
Fram kemur í tilkynningu að Helgi hefur mikla reynslu af íslenskum fjármálamarkaði en undanfarin ár hefur hann gegnt starfi forstöðumanns Markaðsviðskipta í Landsbankanum.

Helgi nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka MBA prófi frá sama skóla nú í vor. Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Helgi hefur störf þann 5. júní næstkomandi, en fram að þeim tíma mun Hermann Már Þórisson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Landsbréfa til bráðabirgða í stað Sigþórs, vera framkvæmdastjóri félagsins.