Tölur Hagstofunnar sýna að það má finna sjónvarp á nánast öllum heimilum landsmanna og þessir helgidómar heimilanna eru ekki bundnir við sjónvarpsstofuna eina, því um helmingur heimila nýtur tveggja viðtækja frekar en eins.

Að því leyti er óhætt að kalla Íslendinga sjónvarpsþjóð, þó auglýsingatekjudreifing og fréttaframleiðsla bendi til þess að þeir séu þó enn frekar blaðaþjóð, þegar kemur að því að svala fréttaþorstanum.

Sundurliðun útsendingarstunda sýnir enda að fyrst og fremst er sjónvarpð afþreyingarmiðill á Íslandi. Svo er gaman að sjá tölur um flatskjáavæðingu landsins, en hún olli hruninu eins og alkunna er. Þeim mun merkilegra er að henni slotaði fyrst í fyrra.

Flatskjáir - graf
Flatskjáir - graf

Nánar er fjallað um tölfræði fjölmiðla í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.