Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir hönd Bæjarstjórnar úthlutaði í gær framkvæmdaleyfi fyrir Hellisheiðarvirkjun. Framkvæmdaleyfið tekur til framkvæmdar 1. áfanga virkjunarinnar sem reist verður við Kolviðarhól.

Jafnframt var gengið frá samkomulagi um byggingareftirlit á framkvæmdatímanum. Samkomulagið tekur einnig til samstarfs þessara aðila á framkvæmdatíma og samstarfs um fyrirkomulag við vöktun grunnvatns eftir að virkjunin tekur til starfa.