Eftir að Mitsubishi Motors, japanski bílaframleiðandinn, játaði að hafa svindlað á eldsneytisprófum í meira en 25 ár hefur bæði hlutabréfaverð fyrirtækisins hrunið og viðskiptapantanir hafa dregist saman um 50% á einni viku. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær hafði hlutabréfaverðið hrunið um meira en 50% á einni viku í kjölfar uppljóstrunarinnar. Fyrirtækið hafði notað dekk undir bíla sína sem höfðu meiri loftþrýsting en vanalegt er sem gaf betri niðurstöður á eldsneytisskilvirkniprófum en ella.

Mitsubishi Motors gæti þurft að sæta sekt upp á allt að einn milljarð Bandaríkjadala, sem eru um 124 milljarðar íslenskra króna. Um það bil sex hundruð þúsund bílar voru mismældir vegna svindltækni fyrirtækisins, sem hefur verið notuð síðan 1991.