Það eru vafalaust engin ánægjutíðindi fyrir rjúpnaveiðimenn að þeir fái ekki að skjóta nema vel innan við helming þess sem leyft var að skjóta í fyrra. En það er sem sagt niðurstaðan þar sem umhverfis­ ráðherra hefur fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði í ár upp á 31.000 fugla.

Í fyrra var leyft að skjóta meira en helmingi meira eða 75 þúsund fugla. Ástæðan er einföld, þ.e. mikil fækkun í rjúpna­ stofninum en hann er nú talinn um 350 þúsund fuglar en í fyrra var talið að í stofninum væru 850 þúsund fuglar.

Tölur sýna að sveiflan í rjúpnastofninum er nokkuð regluleg. Það sem sérfræðingar hafa einna helst áhyggjur af er að þessi náttúrulega sveifla er alltaf að færast neðar og neðar.

„Veiðikortaupplýsingar, sem Umhverfisstofnun heldur utan um, eru nokkuð góðar. Það eru upp undir 20 þúsund virk veiðikort í landinu og þar af hafa um fimm þúsund manns skilað inn skýrslum um rjúpnaveiði," segir Andrés Ingi Jónsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra.

Nánar má lesa um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.