Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hrunið frá því að MMR mældi það síðast í byrjun júní á síðasta ári. Þá naut hann trausts 48,8% kjósenda. Núna nýtur hann trausts 23,2% kjósenda eða liðlega helmingi færri. Traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra minnkar líka mikið, fer úr 51,5% í 26,8%. Traust til Bjarna Benediktssoanr fjármálaráðherra, fer úr 33,8% í 24,9%.

Eins og fram kemur í frétt á VB.is fyrr í dag er Jón Gnarr borgarstjóri eini stjórnmálaleiðtoginn sem nýtur meira trausts en hann gerði í júní 2013. Hann naut trausts 34% svarenda en nýtur nú trausts 39,4% kjósenda. Jón Gnarr er líka eini maðurinn á listanum sem hefur tilkynnt að hann hygðist hætta í stjórnmálum. Jón hættir eftir sveitastjórnarkosningarnar í vor.

Breytingar á trausti til stjórnmálamanna
Breytingar á trausti til stjórnmálamanna