Ný rannsókn sem gerð var fyrir demókrata efnahagsnefnd Bandaríkjaþings sýnir að kostnaður Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Afganistan og Írak er helmingi meiri en stjórnvöld í Hvíta Húsinu halda fram.

Bandaríska blaðið The Washington Post greindi frá efni skýrslunnar í gær en ritstjórn blaðsins hefur undir höndum 21 blaðsíðu uppkast af henni. Í skýrslunni kemur fram að raunkostnaðurinn við stríðsreksturinn nemur um 1,5 billjón Bandaríkjadala, en samanlagt hefur ríkisstjórn George Bush, Bandaríkjaforseta, fengið og beðið um fjárveitingar að andvirði 804 milljarða dala frá þinginu til stríðsrekstursins.

Sjá umfjöllun um skýrsluna í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins.