Hagnaður RFC ehf., sem rekur Reebok Fitness heilsuræktarstöðvarnar, dróst saman um meira en helming, eða 57,3% á síðasta ári, eða úr 50,9 milljóna króna hagnaði árið 2017 í 21,7 milljóna króna hagnað árið 2018. Á sama tíma jukust tekjur félagsins, sem rekur líkamsræktarstöðvar á sex stöðum í borginni, af æfingagjöldum um 8,5%, í 751,5 milljónir króna, en rekstrargjöldin jukust um 15,3%, í 726,2 milljónir króna.

Guðmundur Ágúst Pétursson er framkvæmdastjóri og eigandi félagsins.