Hreinn hagnaður af rekstri þýska bankans Commerzbank dróst saman um ríflega helming á fyrsta fjórungi. Samdrátturinn stafar af minni tekjum og afskriftum í tengslum við lánsfjárkreppuna.

Hagnaðurinn af rekstrinum var 280 milljónir evra á fyrsta fjórðungi en hann var 609 milljónir á sama tíma í fyrra.

Sérfræðingar höfðu spáð 270 milljón króna hagnaði. Bankinn afskrifaði 244 milljónir evra á tímabilinu en hann hafði afskrifað 280 milljónir evra á fjórða fjórðungi í fyrra.

Gengi hlutabréfa í Commerzbank hafa lækkað um 9% það sem af er á ári og markaðsvirði bankans um þessar mundir 16 milljarðar evra.