Í ágústmánuði var rúmlega 6 milljarða króna halli á vöruviðskiptum við útlönd sem er minnsti halli á mánaðarlegum vöruviðskiptum sem verið hefur síðan það var afgangur á honum í október á síðasta ári. Nam innflutningurinn 45,9 milljörðum króna, en innflutningurinn 52 milljörðum króna að því er Hagstofan greinir frá. Á sama tíma fyrir ári nam hallinn 12,9 milljörðum króna.

Á tímabilinu frá því í janúar til ágúst voru fluttar út vörur fyrir 326,5 milljarða króna en inn fyrir 440,9 milljarða króna, sem þýðir 114,5 milljarða króna vöruviðskiptahalla. Á sama tímabili í fyrra voru vöruviðskiptin óhagstæð um 86,9 milljarða króna, svo aukningin milli ára nemur 27,6 milljörðum.

Verðmæti vöruútflutningsins á tímabilinu voru 32,9 milljörðum króna lægri á þessu ári en á sama tímabili í fyrra, sem nemur 9,2% minnkun. Verðmæti vöruinnflutningsins var einnig lægri þó lækkunin væri minni eða sem nemur 1,2%, það er 5,3 milljörðum króna.

Meira en helmingur, eða 55,4% alls útflutningsins voru iðnaðarvörur, og var verðmæti þeirra 0,2% hærra en á sama tímabili í fyrra. Hins vegar dróst útflutningur á lyfjum og lækningatækjum saman meðan útflutningur á áli jókst. Verðmæti sjávarafurða dróst svo saman um meira en fimmtung, eða 37,9%, og var mesti samdrátturinn í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum.