*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 11. september 2021 17:02

Helmings lækkun hagnaðar

ÞG verktakar högnuðust um 290 milljónir króna árið 2020 en árið 2019 nam hagnaður félagsins 566 milljónum.

Ritstjórn
Þorvaldur Gissurarson er eini hluthafi ÞG verktaka.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður ÞG verktaka ehf. nam 289,7 milljónum króna á síðasta ári, sem er um helmingslækkun frá árinu 2019 þegar hagnaðurinn nam um 566 milljónum.

Velta félagsins nam 6,9 milljöðrum króna, samanborið við 8 milljarða árið 2019, en rekstrarkostnaður nam 6,6 milljörðum, í samanburði við 7,4 milljarða árið áður. Rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins nam því 271 milljón króna og var 57,5% lægri en á fyrra ári, þegar hann nam 639 milljónum.

Eignir félagsins námu um 3,6 milljörðum króna í árslok, samanborið við 3,7 milljarða ári fyrr. Eigið fé jókst um 9,8% milli ára og nam tæpum 2,7 milljörðum en skuldir lækkuðu um 24,9% og voru 948 milljónir í árslok. Eiginfjárhlutfall félagsins jókst því á milli ára, úr 66% í 73,9%.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að faraldurinn hafi haft óveruleg áhrif á rekstur síðasta árs. Stjórn félagsins lagði til að 50 milljóna króna arður yrði greiddur til hluthafa á árinu 2021 vegna reksturs síðasta árs.

Stikkorð: ÞG verktakar