*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 21. september 2019 15:04

Helmingsaukning hagnaðar Hölds

Höldur hf., sem m.a. rekur Bílaleigu Akureyrar, jók hagnað sinn um helming á síðasta ári í 114,4 milljónir króna.

Ritstjórn
Steingrímur Birgisson er framkvæmdastjóri Hölds.
Haraldur Guðjónsson

Höldur hf., sem m.a. rekur Bílaleigu Akureyrar, jók hagnað sinn um helming á síðasta ári í 114,4 milljónir króna. Tekjurnar jukust um 3,2%, í 6,6 milljarða, rekstrargjöldin jukust um 5,1%, í 5,8 milljarða, en rekstrarhagnaðurinn lækkaði um 8,1%, í 814,5 milljónir króna.

Gengistapið var 80 milljónum króna minna . Með endurmati á fasteignum nálega fjórfaldaðist eigið fé félagsins í 1,2 milljarða meðan skuldirnar hækkuðu um 4,7%, í 13,3 milljarða. Eiginfjárhlutfallið jókst því um 6 prósentustig, í 8,4%. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér