Heilt yfir, bera 52,1% af Íslendingum lítið eða alls ekkert traust til lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup um traust til lífeyrissjóða sem unnin var fyrir Ragnar Þór Ingólfsson.

13% bera ber alls ekkert traust til lífeyrissjóða, 14,5% mjög lítið traust til lífeyrissjóða og 24,6% ber frekar lítið traust til lífeyrissjóða.

17,8% ber fullkomið, mikið eða frekar mikið traust til lífeyrissjóða, þar 14,3% sem báru frekar mikið traust, 2,9% sem báru mjög mikið traust og 0,6% sem báru fullkomið traust til lífeyrissjóðanna. 30,1% af svarendum svöruðu spurningu Gallup hvorki né.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ)

Samkvæmt könnun Gallup, þá báru 38,2% lítið eða alls ekkert traust til ASÍ, 21,9% báru hins vegar fullkomið eða mikið traust til ASÍ og 39,9 svöruðu hvorki né.

Samtök atvinnulífsins (SA)

17,5% svarenda sögðust bera fullkomið eða mikið traust til Samtaka atvinnulífsins, samkvæmt könnun Gallup. Þar af báru 14,2% frekar mikið traust. Hins vegar báru 43,3% af svarendum lítið eða alls ekkert traust til SA. 39,2% svöruðu spurningunni með svarinu hvorki né í könnun Gallup.

Úrtak netkönnunar Gallup var 1438 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. 597 svöruðu ekki og því var fjöldi svarenda 841 og þátttökuhlutfall 58,5%.