Ársfundur Seðlabanka Íslands var haldinn á fimmtudag í síðustu viku, 29. mars. Fundurinn var sá 51. í röðinni. Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs, ávarpaði fundinn. Hún benti meðal annars á aukinn hlut kvenna innan byggingarinnar.

Þegar bankinn flutti í húsið við Kalkofnsveg fyrir 25 árum voru konur tæplega helmingur starfsmanna. Fimmtíu starfsmenn voru háskólamenntaðir, þar af fimm konur. Í lok árs 2011 voru konur enn tæplega helmingur starfsmanna. Þær eru hins vegar um helmingur háskólamenntaðra en þeim hefur fjölgað um helming og eru nær 100 talsins. Rúmlega helmingur framkvæmdastjóra, 6 af 11, eru konur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.