Félagssamtök sem kalla sig Stofnun um rannsóknarblaðamennsku (e. The Bureau of Investigative Journalism) fór yfir framlög til stjórnmálaflokka, bæði hjá yfirkjörstjórn (e. Electoral Commission) og bresku hlutafélagaskránni (e. Companies House).  Þetta kemur fram á vef BBC.

Niðurstaða félagasamtakanna er sú að framlög frá fjármálafyrirtækjunum í City hafi verið 50,8% allra framlaga til Íhaldsflokksins á kosningaárinu 2010.  Framlögin voru alls 11,4 milljónir punda. Hlutfallið hefur hækkað mjög en var 25% að mati samtakanna sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni.

John Curtice prófessor í stjórnmálafræði við Strathclyde háskólann segir þetta ekki koma á óvart. Verkamannaflokkurinn hafi einnig óskað eftir framlögum frá fjármálafyrirtækjum. Tilhneiging sé hjá gefendum að gefa þeim sem líklegri er til að sigra kosningarnar.

Talsmaður Íhaldsflokksins benti á að Verkamannaflokkurinn reiði sig mjög á verkalýðsfélögin þegar kemur að öflun fjár og allt að 80% framlaga til Verkamannaflokksins komi frá verkalýðsfélögunum.