„Kítin er efni sem finnst víða í lífríkinu, í skeldýrum, skordýr­ um, sveppum og þörungum og er efnið sem myndar ytri vörn lífvera,“ segir dr. Hélène L. Lauzon, fram­ kvæmdastjóri vöruþróunar hjá Primex ehf.. Hún bendir á að á hverju ári séu mörg þúsund tonn af rækju unnin í landinu og að áratugum saman hafi skel­ inni verið fargað.

Kítín er margliða, nátt­úrulegt trefjaefni sem líkist sellulósa í plöntum. Úr kítinu er búið til afleiðuefnið kítósan sem einnig finnst í náttúrunni og má nýta í margvíslegum tilgangi og um það snýst starfsemi Primex á Siglufirði.

Bindur fitu og minnkar upptöku á kalóríum

„Kítósan hefur margs konar notk­unarmöguleika og er stundum kallað undraefni framtíðarinnar. Uppruni og vinnsla efnisins hef­ur mikil áhrif á eiginleika þess. Það er til dæmis notað í snyrti­vörur sem rakagjafi fyrir húð og hár, í sárameðhöndlunarvörum og lyfjaiðnaði. Aðallega er það þó notað í fæðubótarefni. Ólíkt öðrum trefjaefnum hefur kítós­an þann eiginleika að vera já­kvætt hlaðið í súru umhverfi og veitir það efninu ákveðna sér­ stöðu. Vegna þessa binst kítósan auðveldlega neikvætt hlöðnum efnum eins og til dæmis fitu og þess vegna er vel til þess fall­ ið að draga úr upptöku fitu við neyslu hennar,“ segir dr. Hélène.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Nýsköpun sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .