Eftir að meira en helmingur tímafrestsins til að kjósa í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu hafa einungis 400 atkvæði verið greidd einhverjum þeirra 105 frambjóðenda sem er í kjöri.

Ætla megi að frambjóðendur séu því um fjórðungur þeirra sem kosið hafa eins og staðan er núna. Kosningunni lýkur á föstudaginn næstkomandi 12. ágúst, klukkan 18 en hún hófst 2. ágúst síðastliðinn.

Kemur þetta fram í frétt Kjarnan s, en þar segir jafnframt að í Suðurkjördæmi, séu 25 frambjóðendur en þar hafa 58 kosið. Segir að tímaramminn þar sé nánast sá sami, en kosningunni ljúki á miðnætti 2. ágústs, þó það hljóti að eiga að vera 12. ágúst. Eru frambjóðendur þar nálega helmingur kjósenda eins og staðan er nú.

Í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi kusu 78 flokksmenn netkosningu, en þar voru fjórtán í framboði.