Árið 2015 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 612 þúsund krónur á mánuði. Helmingur launamanna hafði 535 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands .

Þessi mikli munur sem birtist nokkuð skýrt í tölum Hagstofunnar skýrist af því að hæstu laun hækka meðaltalið og kjarasamningar tryggja ákveðin lágmarkskjör, en kveða hins vegar ekki um hámarkskjör.

Fjórðungur landsmanna var með 433 þúsund krónur eða minna í heildarlaun og tíundi hver var með lægri laun en 348 þúsund krónur á mánuði. 7% fullvinnandi launamanna voru með yfir eina milljón króna á mánuði.

Laun 2015
Laun 2015
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Mynd fengin á vef Hagstofu Íslands.