Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist túlka niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins sem svo að þjóðin styðji málstað félagsins.

Helmingur aðspurðra í könnuninni segir það hafa verið rangt af Alþingi að samþykkja lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga.

Rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, telur aftur á móti að það hafi verið rétt að samþykkja lög á verkfallið. Ellefu prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki spurningunni.