Helmingur Bandaríkjanna hefur vanrækt að fjármagna lífeyrisskuldbindingar sínar. Ráðamenn þessara ríkja kunna því að standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um niðurskurð á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn PEW-stofnunarinnar um opinber fjármál í Bandaríkjunum.

Samkvæmt upplýsingum rannsóknarstofunnar nema lífeyrisskuldbindingar Bandaríkjanna 2,7 billjónum Bandaríkjadala á næstu þremur áratugum. Hins vegar hefur verið allur gangur á því hvort fé hefur verið lagt til hliðar til þess að standa straum af þeim skuldbindingum.

Nánar er fjallað vanræktar lífeyrisskuldbindingar Bandaríkjamann í Viðskiptablaðinu.