Í launakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem Capacent Gallup framkvæmdi má sjá tölfræði yfir ýmis fríðindi sem starfsmenn fjármálafyrirtækja búa við. Til að mynda segist 51% starfsmanna frá frían GSM síma, 37% fá greiddan símakostnað, 27% eru með fartölvu, 23% með internettengingu heima fyrir, 21% með frítt fæði og 18% með fatastyrk frá vinnuveitandanum.

Einungis 20% segjast ekki vera með nein slík fríðindi. Það kemur ef til vill ekki á óvart að langflestir stjórnendur eða 87% þeirra fá GSM síma en á sama tíma segist 1% gjaldkera vera með slíkan frá vinnuveitandanum. 74% karla fá GSM síma en einungis 39% kvenna. Að sama skapi fá 43% karla fartölvu en 18% kvenna.

Nánar er fjallað launakönnunina í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.