Helmingur Bandaríkjamanna er ánægður með frammistöðu Donalds Trump í embætti forseta, samkvæmt daglegri mælingu Rasmussen Reports . Stuðningur við Barack Obama, forvera Trumps, var 46% á sama tímabili árið 2010.

Ánægja Bandaríkjamanna með frammistöðu Trumps hefur sveiflast á bilinu 45-50% frá áramótum. Samkvæmt Rasmussen eru 33% Bandaríkjamanna mjög ánægðir með frammistöðu Trumps en 39% eru mjög óánægðir.

Samkvæmt skoðanakönnunum CNN og Associated Press , sem birtust fyrir helgi, náðu vinsældir Trumps í mars nýju hámarki, en í báðum könnunum mældist stuðningur við Trump 42%. Er það sagt vera fremur lítill stuðningur eftir tæplega 440 daga í embætti miðað við fyrri Bandaríkjaforseta.