Um helmingur íslenskra fyrirtækja uppfylla ekki öryggisstaðla vegna kortaviðskipta til að draga úr áhættu á að kortanúmerum sé stolið. Þetta segir Davíð Guðjónsson, framkvæmdastjóri Handpoint í samtali við Morgunblaðið. Hann segir kæruleysi fyrirtækja geta leitt til hárra sekta og að auðvelt sé að misnota kortanúmerin í viðskiptum á netinu. Einnig sé auðvelt að búa til samskonar kort og nota í verslunum. Vegna þessara vandamála hafi örgjörvakort verið tekin í notkun en ennþá hafi ekki tekist að falsa slík kort.

Davíð segir þó ennþá öryggishættu við notkun korta á netinu. Helsta ógnin sé þegar fyrirtæki geyma kortaupplýsingar viðskiptavina í ódulkóðuðum gagnagrunnum.