50,5% landsmanna vill hætta aðildaviðræðum við Evrópusambandið, samkvæmt nýrri könnun Andríkis. Um 35,3% styðja áframhaldandi viðræður. Spurt var: „Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?“

Um 14,2% sagðist hvorki fylgjandi né andvígur. Þeim sem eru mjög fylgjandi að draga umsókn til baka fækkar frá könnun sem var framkvæmd 10. júní síðastliðinn. Þá voru 45,9% mjög fylgjandi. Þeim sem sögðust hvorki andvígur né fylgjandi fækkar úr 18,1% í 14,2%.

Svarendum sem sögðust mjög andvígir því að draga umsókn til baka fjölgar milli kannanna úr 15,2% í 23,8%. Hlutfall þeirra sem eru frekar andvígir hækkar úr 9,1% í 11,5%.

Könnunin fór fram á netinu dagana 10.-14. nóvember sl. og var svarfjöldi 879 manns.