Helmut Schmidt, fyrrum kanslari Þýskalands lést í dag, 96 ára að aldri.

Schmidt var kanslari Þýskalands á árunum 1974 til 1982 en á þessum tima varð Þýskaland að efnahagslegu stórveldi. Á meðal valdatíma hans stóð þurfti hann m.a. að kljást við hryðjuverkahópinn Baader Meinhof og málefni tengd kalda stríðinu, en Sovétríkin réðust m.a. inn í Afganistan á hans valdatíð.

Schmidt var meðlimur Sósíal demókrata á þýska þinginu en hann var hann aðhylltist frjálsa markaði og var þekktur fyrir að vera raunsær leiðtogi. Eftir að hann hætti þátttöku í stjórnmálum var hann meðal útgefanda tímaritsins Die Zeit þar hann tók áfram þátt í efnahagsumræðu.