Hæstiréttur hélt fast við fyrri dóma sína í svokölluðum gengislánamálum þegar hann felldi dóm í svokölluðu Mótormax-máli í júní.

Í dómnum var deilt um það hvort lán Landsbankans til Mótormax væri lán í erlendri mynt, og því löglegt, eða gengistryggt lán sem væri ólöglegt samkvæmt fyrri dómum réttarins.

Niðurstaðan var sú að um ólöglegt gengistryggt lán væri að ræða. Þýddi þetta að svokölluð fjölmyntalán eru að mati réttarins ólögleg.